Eystra-Miðfell 
Austurbali
    Hvalfjarðarströnd
 
Hús og búnaður: Húsið er nýtt 50m² sumarhús með svefnlofti. Bústaðurinn skiptist í 2 svefnherbergi og svefnloft, eldhús með borðkróki og baðherbergi með sturtu. Annað svefnherbergið er með hjónarúmi en hitt með tvöföldu rúmi og koju fyrir einn. Sængur og koddar eru fyrir 8, en gestir þurfa að taka með sér rúmfatnað. Þrjár dýnur eru á svefnlofti. Sólpallur er við húsið ásamt heitum potti. Sjónvarp og grill fylgja húsinu.

Leigjendur geta komið kl. 15.00 og skal húsið rýmt eigi síðar en kl. 15.00 brottfarardag.

Umgengni og frágangur: Leigjandi skal ganga vel um og ræsta húsið við brottför. Ræstingaráhöld/vörur eru í húsinu.

Umsjónarmaður : Heiðrún Sveinbjörnsdóttir Eystra-Miðfelli sími 433-8952 / 433-8959.

Lyklar: Afhentir hjá umsjónarmanni á Eystra-Miðfelli.

Gæludýr: Ekki er leyfilegt að hafa með sér heimilisdýr í húsinu.

Vetrarverðskrá 2006-2007

Verð
1. nótt
2. nætur
3. nætur
4. nætur
5. nætur
6. nætur
7. nætur

9.000
11.600
13.000
14.400
15.800
17.200
18.600

Reykingar eru bannaðar í orlofshúsinu.

Staðurinn: Bústaðurinn er rúmlega 50 km frá Reykjavík. Hann stendur í landi Eystra-Miðfells og frá honum er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Hér er kvöldsólin engu lík. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.